Innifalið í verðum er 11% VSK og gistináttaskattur.
Innritun: eftir klukkan 16:00.
Útritun: fyrir klukkan 11:00.
Gæludýr eru ekki leyfð.
Þetta er reyklaus gististaður og eru ekki reykingar leyfðar neinstaðar nema úti á skilgreindum stöðum.
Greiðslukort sem við tökum við: Visa, Euro/Mastercard, Maestro, American Express, JBC, Diners Club & Union Pay. Gistihúsið Lyngás áskylur sér þann rétt að prufa hvort kort virka fyrirfram þegar bókun hefur verið gerð.
Vinsamlegast athugaðu að ef þú sérð verð í Evrum (EUR) einhverstaðar þá er samt alltaf rukkað í íslenkum krónum.
Eftir bókun muntu fá staðfestingar póst frá gistihúsinu Lyngás.
Afpöntunar skilmálar!
Standard rate (venjuleg bókun): Ef afpantað er fram að 3 dögum fyrir komudag, verður ekkert gjald skuldfært. Ef afpantað er seinna eða ef ekki er mætt, verður öll upphæð pöntunar gjaldfærð.
Non-refundable rate (óendurgreiðanleg bókun): Ef afpantað, breytt eða ef ekki er mætt, verður heildarverð pöntunar gjaldfært.
Til að hætta við bókunina þarftu að hafa samband við gistiheimilið beint í tölvupósti lyngas@lyngas.is eða í síma 471 1310. Afpöntun er ekki staðfest fyrr en þú hefur fengið staðfestingu í tölvupósti.